Lilja stolt við Expressó-vélina.
Lilja stolt við Expressó-vélina.
NÝLEGA var haldið heimsmeistaramót kaffibarþjóna 2001 í Miami í Bandaríkjunum. Þar keppti fyrir Íslands hönd Íslandsmeistarinn, Lilja Pétursdóttir, Kaffitári í Kringlunni. Keppnin var á milli kaffibarþjóna frá 16 löndum.

NÝLEGA var haldið heimsmeistaramót kaffibarþjóna 2001 í Miami í Bandaríkjunum. Þar keppti fyrir Íslands hönd Íslandsmeistarinn, Lilja Pétursdóttir, Kaffitári í Kringlunni. Keppnin var á milli kaffibarþjóna frá 16 löndum.

Keppt var í gerð þriggja drykkja, líkt og á Íslandsmeistaramótinu, espressó, cappuccino og svo var einn frjáls drykkur.

Keppendur fengu 15 mínútur til að útbúa drykkina og útbjuggu fjóra bolla af hverjum drykk fyrir fjóra dómara. Dómararnir voru sextán talsins, frá öllum keppnislöndum, en aðeins fjórir dæmdu í einu. Fyrir Ísland dæmdu Aðalheiður Héðinsdóttir, Kaffitári, og Sonja Grant, Kaffitári.

Lilja tók með sér íslenskt hráefni; G-mjólk frá MS og Expressó-kaffi, sem er brennt í Kaffitári í Njarðvík. Undirbúningur Lilju byggðist upp á löngum og ströngum æfingum, sem skiluðu henni í sex kaffibarþjóna úrslit.

Sex bestu kaffibarþjónar heimsins 2001 eru: Martin Hildebrandt frá Danmörk, Tim Wendelhoe frá Noregi, Roberto Deu´Aquilla frá Svíþjóð, Lilja Pétursdóttir frá Íslandi, Andrea Gherardi frá Ítalíu og Corinne Tweedale frá Ástralíu.