Doris Lessing
Doris Lessing
BRESKI rithöfundurinn Doris Lessing hlaut í gær verðlaun prinsins af Asturia fyrir skrif sín, en verðlaunin þykja þau virtustu sem veitt eru innan spænska bókmenntaheimsins.

BRESKI rithöfundurinn Doris Lessing hlaut í gær verðlaun prinsins af Asturia fyrir skrif sín, en verðlaunin þykja þau virtustu sem veitt eru innan spænska bókmenntaheimsins.

Dómnefndin valdi Lessing, sem nú er á níræðisaldri, úr hópi 33 rithöfunda og má þar nefna Bandaríkjakonuna Susan Sontag, Perúmanninn Alfreto Bryce Echenique og hina spænsku Ana Maria Matute.

Lessing, sem ólst upp í Zimbabwe á dögum Bretastjórnar, er gjarnan talin í hópi áhrifamestu rithöfunda 20. aldarinnar. Fyrsta verk hennar, Grasið syngur, var gefið út 1950, en í skrifum sínum beinir Lessing gjarnan athyglinni að lífi kvenna.

Bókmenntaverðlaunin eru ein af átta verðlaunum sem veitt eru úr sjóði prinsins af Asturia og námu þau að þessu sinni tæpum fimm milljónum peseta, eða á þriðju milljón króna.