HJÖRTUR Marteinsson opnar sína fjórðu einkasýningu á morgun kl. 16. Að þessu sinni sýnir Hjörtur í Slunkaríki á Ísafirði lágmyndir og þrívíð verk.

HJÖRTUR Marteinsson opnar sína fjórðu einkasýningu á morgun kl. 16. Að þessu sinni sýnir Hjörtur í Slunkaríki á Ísafirði lágmyndir og þrívíð verk. Sýningin ber yfirskriftina Í því mikla djúpi og þar kallast Hjörtur á við fornar og nýjar hugmyndir manna um heiminn og þau fyrirbæri sem finna má annars vegar í undirdjúpum hafsins og hins vegar í hæstu hæðum.

"Aflvaki flestra verkanna á sýningunni tengist undrun og gleði og því sem ýmist kafar í undirdjúp hafsins umhverfis Íslands eða rýnir í víðáttur alheimsins með það að leiðarljósi að rekja sig eftir þeim þráðum sem þar leynast um gerð þessa heims er menn byggja," segir Hjörtur.

Sýningin stendur til 1. júlí.