DAGSKRÁ verður í Skálholti í tilefni "Bjartra daga" í Biskupstungum nk. laugardag og sunnudag. Laugardaginn 9. júní verður hádegisverður, gönguferð á söguslóðir, staðarskoðun og kaffihlaðborð. Kl. 16.00 heldur Árni Þ.

DAGSKRÁ verður í Skálholti í tilefni "Bjartra daga" í Biskupstungum nk. laugardag og sunnudag.

Laugardaginn 9. júní verður hádegisverður, gönguferð á söguslóðir, staðarskoðun og kaffihlaðborð. Kl. 16.00 heldur Árni Þ. Árnason fyrrverandi skrifstofustjóri erindi um veraldarvafstur Skálholtsbiskupa. Tónleikar verða í kirkjunni kl.17 og tíðagjörð að fornum sið kl.18.00 og miðaldakvöldverður með dagskrá undir borðum. Sunnudaginn 10. júní verður messa kl. 11 f.h. Eftir hádegisverð verður gönguferð á söguslóðir og tónleikar verða í kirkjunni kl. 17.00. Um kvöldið verður á boðstólum 17. aldar kvöldverður með viðeigandi dagskrá undir borðum.