ÞJÓÐHÁTTADEILD Þjóðminjasafns Íslands hefur nýlega gefið út og sent til heimildarmanna sinna spurningaskrá 101 um útileiki ásamt aukaspurningu um öskudag og hrekkjavöku Skrá 101 er samstarfsverkefni safnfræðslu og þjóðháttadeildar í Þjóðminjasafni.

ÞJÓÐHÁTTADEILD Þjóðminjasafns Íslands hefur nýlega gefið út og sent til heimildarmanna sinna spurningaskrá 101 um útileiki ásamt aukaspurningu um öskudag og hrekkjavöku

Skrá 101 er samstarfsverkefni safnfræðslu og þjóðháttadeildar í Þjóðminjasafni. Þar er spurt um útileiki af ýmsu tagi á 20. öld, m.a.

gullabú, eltingaleiki, feluleiki, farartæki, útileiktæki, vetrarleiki, úrtöluþulur, prakkarastrik og margt fleira. Efni sem safnast verður skráð á þjóðháttadeild og notað í safnkennslu Þjóðminjasafnsins. Mikilvægt er, að heimildarmenn úr sem flestum héruðum svari skránni og er hún ætluð fólki á öllum aldri.

Sama er að segja um aukaspurningu um öskudag og hrekkjavöku, en þar er meðal annars spurt um þróun öskudagstilhalds undanfarin ár/áratugi svo og dæmi um hrekkjavökusiði á Íslandi og notkun á grímum og grímubúningum við ýmis tækifæri.

Spurningar um útileiki, öskudag og hrekkjavöku eru aðgengilegar á heimasíðu Þjóðminjasafnsins: www.natmus.is. Þörf er fyrir fólk á öllum aldri sem er reiðubúið að vera á skrá hjá þjóðháttadeild og svara reglulega spurningaskrám, hvort heldur er með penna eða á netinu. Sjálfboðaliðar geta hringt í síma 5302226 eða sent tölvupóst í netfangið halla@natmus.is.