Þorsteinn Pétursson lögregluþjónn lét sig ekki muna um að hlaupa 10 kílómetra í Akureyrarmaraþoninu í fyrra, þótt kominn sé vel á sextugsaldurinn.
Þorsteinn Pétursson lögregluþjónn lét sig ekki muna um að hlaupa 10 kílómetra í Akureyrarmaraþoninu í fyrra, þótt kominn sé vel á sextugsaldurinn.
HIÐ árlega Akureyrarmaraþon verður haldið á morgun, laugardaginn 9. júní, sem er nokkru fyrr en verið hefur. Hlaupið hefst og endar á Akureyrarvelli og eru þrjár vegalengdir í boði, hálfmaraþon, eða 21 km, 10 km og 3 km skemmtiskokk.

HIÐ árlega Akureyrarmaraþon verður haldið á morgun, laugardaginn 9. júní, sem er nokkru fyrr en verið hefur. Hlaupið hefst og endar á Akureyrarvelli og eru þrjár vegalengdir í boði, hálfmaraþon, eða 21 km, 10 km og 3 km skemmtiskokk.

Akureyrarmaraþon er jafnframt Íslandsmeistaramót í hálfmaraþoni og má því búast við að flestir af sterkustu hlaupurum landsins verði á meðal þátttakenda. Einnig hafa aðstandendur hlaupsins mikinn áhuga á að ná til almennings og þá ekki síst til unglinga.

Hlaupaleiðirnar eru að stærstum hluta innan bæjarmarkanna og þykja einhverjar þær skemmtilegustu hérlendis. Nöfn þátttakenda verða í sérstökum potti sem dregið verður úr og á meðal vinninga eru þrír farmiðar með Flugleiðum til Evrópu.

Opið verður fyrir skráningu í Akureyrarmaraþon í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag frá kl. 14 og fram eftir kvöldi og á Akureyrarvelli á morgun, laugardag, frá kl. 9-11.