HÁSKÓLINN á Akureyri og Rannsóknarstofnun HA halda ráðstefnu í dag, föstudag, og er efni hennar; litlu börnin í leikskólanum, þ.e. börn á aldrinum eins til þriggja ára.

HÁSKÓLINN á Akureyri og Rannsóknarstofnun HA halda ráðstefnu í dag, föstudag, og er efni hennar; litlu börnin í leikskólanum, þ.e. börn á aldrinum eins til þriggja ára.

Ráðstefnan nefnist "Gaggala Tutti" 1-3 ára í leikskóla og er sú fyrsta hérlendis sem sérstaklega er tileinkuð yngstu börnunum í leikskólanum. Samkvæmt fréttatilkynningu er mikill áhugi er fyrir ráðstefnunni og komast færri að en vilja.

Fimm erindi verða flutt en þau flytja Sigríður Síta Pétursdóttir ráðgjafi við RHA, Kristín Dýrfjörð lektor við HA, Guðrún Alda Harðardóttir lektor við HA, Olga Gísladóttir leikskólakennari við leikskólann Leikhóla í Ólafsfirði og Hanna Berglind Jónsdóttir leikskólakennari á Sunnubóli á Akureyri.