ÍSLANDSFUGL ehf. hefur opnað nýja heimasíðu. Þetta er viðamikil síða sem gefur glögga mynd af uppbyggingu fyrirtækisins, en stefnt er að því að fyrstu vörur þess komi á markað undir lok júlí.

ÍSLANDSFUGL ehf. hefur opnað nýja heimasíðu. Þetta er viðamikil síða sem gefur glögga mynd af uppbyggingu fyrirtækisins, en stefnt er að því að fyrstu vörur þess komi á markað undir lok júlí.

Á heimasíðunni er gerð ítarleg grein fyrir kjúklingarækt sem er mjög vaxandi búgrein hér á landi, sögu hennar og aðferðum við eldi. Þá er þar einnig að finna stærsta kjúklingauppskriftabanka landsins.

Athygli hf. á Akureyri hafði yfirumsjón með gerð síðunnar og annaðist alla textavinnslu. Jóhann H. Jónsson, grafískur hönnuður í Reykjavík, sá um tæknilega úrvinnslu og grafíska hönnun. Slóð síðunnar er www.islandsfugl.is.

Arnar Tryggvason, grafískur hönnuður hjá fyrirtækinu Norðan 2 á Akureyri, hefur gert nýtt merki fyrir félagið.

Á heimasíðunni verður unnt að fylgjast með fréttum af fyrirtækinu, uppbyggingu þess og áformum.