Michael Douglas í  Traffic.
Michael Douglas í Traffic.
Frumsýningar PEARL HARBOR Bíóhöllin, Bíóborgin, Kringlubíó, Nýja Bíó Keflavík, Nýja Bíó Akureyri Memento Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Christopher Nolan. Aðalleikendur: Guy Pierce, Carrie-Anne Moss, Joe Pantoliano.

Frumsýningar

PEARL HARBOR Bíóhöllin, Bíóborgin, Kringlubíó, Nýja Bíó Keflavík,

Nýja Bíó Akureyri

Memento

Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Christopher Nolan. Aðalleikendur: Guy Pierce, Carrie-Anne Moss, Joe Pantoliano. Sérlega áhugaverð, um mann með ekkert skammtímaminni. Frábærlega útsmogin og úthugsuð, spennandi og fyndin. ½

Bíóborgin.

Traffic

Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Steven Soderbergh. Handrit: Stephen Gaghan. Aðalleikendur: Michael Douglas, Benicio Del Toro, Don Cheadle, Luis Guzman.Yfirgripsmikil, margþætt spennumynd um dópsmyglið frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Kong, þó glædd mikilli frásagnargleði og flestir kaflarnir trúverðugir í heimildarmyndarstíl. ½

Bíóborgin.

Blow

Bandarísk. 2001. Leikstjóri Ted Demme. Handrit: Nick Cassavetes. Aðalleikendur: Johhny Depp, Rachel Griffiths, Penelopé Cruz. Látlaus, vel gerð og mjög áhugaverð mynd um ævi umsvifamesta kókaínsmyglara í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. Depp er góður að vanda, sömuleiðis aðrir leikarar.

Háskólabíó.

State and Main

Bandarísk. 2000. Leikstjórn og handrit David Mamet. Aðalleikendur Alec Baldwin, William H. Macy. Skondin og skemmtileg mynd um þegar stjörnur ráðast inní smábæ og setja allt á annan endann. Frábær leikarahópur en Philip Seymour Hoffman er bestur.

Háskólabíó, Regnboginn.

Spy Kids

Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit: Roberto Rodriguez. Aðalleikendur; Antonio Banderas, Carla Gugino, Alan Cumming. Ævintýraleg, spennandi og skemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna.

Stjörnubíó, Laugarásbíó, Regnboginn.

Crimson Rivers

Frönsk. 2000. Leikstjóri Matthieu Kassovitz. Handrit: Kassovitz og Jean-Christopher Grange. Aðalleikendur: Jean Reno, Vincent Cassell. Óhugnanlegur en spennandi, franskur tryllir, sem er aðeins of ruglingslegur en fínasta skemmtun. ½

Stjörnubíó.

Kirikou og galdrakerlingin

Frönsk. 1998. Leikstjórn og handrit: Michel Ocelot. Aðalraddir: Óskar Jörundarson, Stefán Karl Stefánsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Einfalt ævintýri um gott og illt í frumskógum svörtustu Afríku. Góð fyrir yngstu börnin. ½

Regnboginn.

Miss Congeniality

Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Donald Petrie. Handrit: Mark Lawrence. Aðalleikendur: Sandra Bullock, Benjamin Bratt, Michael Caine. Prýðileg gamanmynd um FBI-löggu sem tekur þátt í fegurðarsamkeppni gegn vilja sínum. ½

Bíóhöllin.

The Mummy Returns

Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Stephen Sommers. Aðalleikendur: Brendan Fraser, Rachel Weisz, John Hannah. Múmían snýr aftur með miklum látum. Ósvikin fjölskylduskemmtun með mögnuðum brellum. ½

Háskólabíó, Bíóhöllin.

Nýi stíllinn keisarans - The Emperor's New Groove

Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Mark Dindal. Handrit: Thomas Schumacher. Það kveður við nýjan tón í nýjustu Disneymyndinni, sem fjallar um spilltan keisara sem breytist í lamadýr og lærir sína lexíu. Bráðfyndin mynd fyrir börn og fullorðna. ½

Bíóhöllin, Regnboginn.

Along Came a Spider

Bandarísk. 2001

Leikstjóri Lee Tamahori. Handrit: Marc Moss. Aðalleikendur: Morgan Freeman, Monica Potter, Michael Wincott. Snyrtilega gerð glæpamynd um mannrán og mistök. Vel leikin af Freeman en ótrúverðug, með ógnarlega möskvastærð.

Háskólabíó, Laugarásbíó.

Janice Beard

Bresk. 1999. Leikstjórn og handrit: Claire Kilner. Aðalleikendur: Eileen Walsh, Rhys Ifans, Patsy Kensit. Væn og sæt grínmynd sem mætti vera fyndnari, um Janice sem lifir í eigin heimi. Fín saga en ekki nógu vel leikstýrt.

Háskólabíó.

See Spot Run

Bandarísk. 2001. Leikstjóri: John Whitesell. Handrit: William Kid. Aðalleikendur: David Arquette, Michael Clarke Duncan. Meinlaus barnamynd um hressan bolabít og heimska tvífætlinga, ástir og uppeldismál. Dágóð til síns brúks.

Bíóhöllin, Kringlubíó.

Someone Like You

Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Tony Goldwyn. Handrit: Elizabeth Chandler. Aðalleikendur: Ashley Judd, Greg Kinnear, Hugh Jackman. Þokkalega gerð og vel leikin en efnislega villuráfandi kvennamynd.

Bíóhöllin, Regnboginn.

Exit Wounds

Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Andrzej Bartkowiak. Handrit Martin Keown. Aðalleikendur: Steven Seagal, DMX. Hasarmynd með Seagal og hefur öll hans helstu persónueinkenni: Beinbrot, bílaeltingaleiki, osfrv. ½

Bíóhöllin.

Say It Isn't So

Bandarísk. 2001. Leikstjóri: J.B. Rodgers. Handrit: Peter Gaulke. Aðalleikendur Chris Klein, Heather Graham, Sally Field. Aula gamanmynd í anda Farrellybræðra en nær ekki markmiði sínu. ½

Stjörnubíó.

Get Over It

Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Tom O'Haver. Handrit: R. Lee Fleming Jr. Aðalleikendur: Kirsten Dunst, Bill Foster, Sisgo. Misheppnuð unglingamynd með aulahúmor. Leikararnir ágætir en bjarga engu.

Regnboginn.

Pokémon 3

Bandarísk 2001. Leikstjóri Michael Haigney. Handrit Haigney og Norman Grossfeld. Þriðja Pokémon myndin er einsog þær fyrri; realísk stuttmynd kemur á undan háskaævintýrinu þar sem Pokémonar berjast og Ash bjargar málunum. Óaðlaðandi og óspennandi að öllu leyti.

Bíóhöllin, Kringlubíó.

Tomcats

Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Gregory Poirier. Aðalleikendur: Shannon Elizabeth, Jerry O'Connell, Jake Busey. Nokkrir vinir veðja um hver verður síðastur að kvænast. Er tveir standa eftir, hefst mikill hamagangur á Hóli. Heldur klént, alltsaman.

Laugarásbíó.

Sweet November

Leikstjóri: Pat O'Connor. Handrit: Herman Raucher. Aðalleikendur: Keanu Reeves, Charlize Theron. Afleit óraunsæisvella um hrokagikk og dauðvona fegurðardís sem gerir úr honum mann. Er hægt að óska sér einhvers betra? ½

Bíóhöllin.

Valentine

Bandarísk. 2001. Leikstjóri: James Blanks. Handrit: Tom Savage. Aðalleikendur: Denise Richards, David Boreans. Hryllilega óspennandi hryllingsmynd með réttdræpum persónum. ½

Kringlubíó.