Beðið eftir líkfylgd.
Beðið eftir líkfylgd.
FYRIR viku varð mikill harmleikur í konungs-höllinni í Nepal. Krónprinsinn ungi skaut til bana foreldra sína, tvö systkini og ættingja. Síðan reyndi hann að svipta sig lífi og lést tveim dögum síðar af sárum sínum.

FYRIR viku varð mikill harmleikur í konungs-höllinni í Nepal. Krónprinsinn ungi skaut til bana foreldra sína, tvö systkini og ættingja. Síðan reyndi hann að svipta sig lífi og lést tveim dögum síðar af sárum sínum. Ástæða harmleiksins er talin vera sú að drottningin var mótfallin ástkonu prinsins. Hún er dóttir fyrrverandi ráðherra af Rana-ætt sem áður var konungsætt í Nepal. Því hafi komið til uppgjörs sem leiddi til blóðbaðsins.

Gyanendra , nýi konungurinn, er bróðir hins nýlátna konungs. Hann segir að prinsinn sé ekki valdur að harmleiknum heldur hafi orðið slys. "Enginn trúir honum," sagði íbúi í borginni Katmandu. Komið hefur til óeirða við konungshöllina og fólk krefst skýringa.

Konungurinn var nær einvaldur í Nepal til 1990. Þá var komið á lýðræði og er embættið nú valdalaust. Nepal er í Himalaja-fjöllum. Þar er mikil fátækt.