MÉR finnst óþægilegt þegar svartur köttur gengur í veg fyrir mig, en tek það samt ekkert allt of hátíðlega," sagði Svanhvít Þórarinsdóttir. "Mér finnst einnig óþægilegt þegar ég brýt spegil og ég geng aldrei undir stiga.

MÉR finnst óþægilegt þegar svartur köttur gengur í veg fyrir mig, en tek það samt ekkert allt of hátíðlega," sagði Svanhvít Þórarinsdóttir. "Mér finnst einnig óþægilegt þegar ég brýt spegil og ég geng aldrei undir stiga. Ég banka líka í tré og segi sjö, níu þréttán ef um er að ræða eitthvað sem ég vil ekki láta koma fyrir mig eins og til dæmis: "Ég hef ekki fengið flensuna, sjö, níu, þrettán." Þetta er bara eitthvað sem maður hefur lært í uppeldinu," sagði hún ennfremur.

Svanhvít er fædd og uppalin í Reykjavík og kvaðst hafa alist upp við þá trú að huldufólk væri til. "Og ég trúi því alveg hikstalaust ennþá. Ég ber virðingu fyrir stöðum þar sem sagt er að huldufólk búi, eins og til dæmis álfabyggðinni í Kópavogi og er sammála þeirri ákvörðun að leggja veginn framhjá henni. Mér finnst ástæðulaust að hrófla við þessum stöðum ef það er ekki alveg lífsnauðsynlegt. Annars truflar hjátrúin mig ekkert svona í daglega lífinu," sagði Svanhvít Þórarinsdóttir.