Nýstúdentar Menntaskólans í Kópavogi.
Nýstúdentar Menntaskólans í Kópavogi.
HINN 1. júní síðastliðinn brautskráði Menntaskólinn í Kópavogi 115 nemendur og fór athöfnin fram í Digraneskirkju. Alls voru 72 stúdentar brautskráðir, 24 iðnnemar, tveir matartæknar, 12 nemendur af skrifstofubraut og fimm úr meistaraskóla matvælagreina.

HINN 1. júní síðastliðinn brautskráði Menntaskólinn í Kópavogi 115 nemendur og fór athöfnin fram í Digraneskirkju.

Alls voru 72 stúdentar brautskráðir, 24 iðnnemar, tveir matartæknar, 12 nemendur af skrifstofubraut og fimm úr meistaraskóla matvælagreina.

Forseti bæjarstjórnar, Ármann Kr. Ólafsson, afhenti þremur útskriftarnemum viðurkenningar úr Viðurkenningarsjóði MK. Viðurkenningar hlutu stúdentinn Þórhildur Þorkelsdóttir, matreiðsluneminn Steinn Óskar Sigurðsson og matartæknineminn Margrét Kristjánsdóttir.

Fram kom í máli Margrétar Friðriksdóttur, skólameistara, að skólinn byði upp á hefðbundið bóknám og verknám á sviði hótel- og matvælagreina og auk þess fjölbreytt nám í ferðagreinum.

Þá kom fram að í haust munu allir byrjunaráfangar í bóknámi verða kenndir með aðstoð fartölva.

Í lok ræðu sinnar talaði skólameistari um þá spennandi tíma sem framundan væru í skólamálufm og hve mikilvægt væri fyrir skólann að vera þátttakandi í þeirri þróun sem upplýsingatæknin býður upp á.