Krakkarnir úr 1. og 2. bekk Grunnskóla Eskifjarðar ásamt starfsfólki Hraðfrystihúss Eskifjarðar.
Krakkarnir úr 1. og 2. bekk Grunnskóla Eskifjarðar ásamt starfsfólki Hraðfrystihúss Eskifjarðar.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
HRAÐFRYSTIHÚS Eskifjarðar hf., tók upp á því nýmæli að bjóða 1. og 2. bekk Grunnskóla Eskifjarðar í heimsókn og skoðunarferð um fyrirtækið síðastliðinn þriðjudag.

HRAÐFRYSTIHÚS Eskifjarðar hf., tók upp á því nýmæli að bjóða 1. og 2. bekk Grunnskóla Eskifjarðar í heimsókn og skoðunarferð um fyrirtækið síðastliðinn þriðjudag.

Fylgdu starfsmenn börnunum í gegnum mjöl- og lýsisvinnsluna, rækjuverksmiðjuna, frystihúsið og vélarrúmið í Jóni Kjartanssyni SU 111.

Endaði ferðin á skrifstofu fyrirtækisins þar sem börnin gæddu sér á flatbökum og gosi. Leikarar úr Skilaboðaskjóðunni brugðu á leik og skemmtu starfsmenn og gestir sér konunglega þennan morgun, enda margt spennandi að sjá og gera.