SLYSAVARNADEILD kvenna í Reykjavík var stofnuð af dugmiklum konum sem hafa sýnt það á liðnum árum að þeirra var virkilega þörf og beindist starfsemi deildarinnar strax í upphafi að öflun fjár til slysavarna og björgunarstarfa.

SLYSAVARNADEILD kvenna í Reykjavík var stofnuð af dugmiklum konum sem hafa sýnt það á liðnum árum að þeirra var virkilega þörf og beindist starfsemi deildarinnar strax í upphafi að öflun fjár til slysavarna og björgunarstarfa. Ein aðalfjáröflun slysavarnakvenna í Reykjavík hefur á liðnum árum verið kaffisala á sjómannadaginn en þá hafa félagskonur bakað og gefið kökur.

Dagur hafsins verður haldinn laugardaginn 9. júní. Þá munu slysavarnakonur í Reykjavík vera með kaffisölu í tjaldi á Miðbakka, Sæbjörgin siglir um sundin blá og slysavarnakonur selja kaffi og vöfflur um borð.

Á sjómannadaginn 10. júní verður á boðstólum hlaðborð í húsi deildarinnar, Höllubúð í Sóltúni 20, og verða þar miklar og góðar kræsingar á borðum sem félagskonur hafa útbúið, segir í fréttatilkynningu.