HINSEGIN dagar 2001 í Reykjavík, Gay Pride, verða haldnir dagana 9.-11. ágúst í sumar. Þetta er í þriðja skipti sem efnt er til hátíðar með þessu heiti á útisamkomu í Reykjavík.

HINSEGIN dagar 2001 í Reykjavík, Gay Pride, verða haldnir dagana 9.-11. ágúst í sumar. Þetta er í þriðja skipti sem efnt er til hátíðar með þessu heiti á útisamkomu í Reykjavík.

Hinsegin dagar í sumar eru haldnir undir yfirskriftinni "Fögnum fjölbreytni" en það er hið alþjóðlega kjörorð þeirra sem efna til slíkra hátíðahalda í um 90 borgum heimsins sem nú halda "Gay Pride".

"Í tilefni hátíðarinnar í ár hefur samstarfnefnd um Hinsegin daga gefið út ferðamannakort af Reykjavík, þar sem finna má þá staði sem leggja sig fram við að þjónusta samkynhneigt fólk eða veita stuðning og aðstoð við undirbúning Hinsegin daga. Kortinu er dreift á alla helstu feðamannastaði landsins og nú þegar er ljóst að prenta verður nýtt upplag vegna mikillar eftirspurnar innan lands og erlendis" segir í fréttatilkynningu.