LYNGÁS er sérhæfð dagvist fyrir fötluð börn og unglinga. Lyngásheimilið er fyrsta þjónustustofnun Styrktarfélags vangefinna, stofnað 1961. Í tilefni þess að nú eru 40 ár liðin frá því að Lyngás hóf starfsemi sína verður opið hús 9.

LYNGÁS er sérhæfð dagvist fyrir fötluð börn og unglinga. Lyngásheimilið er fyrsta þjónustustofnun Styrktarfélags vangefinna, stofnað 1961.

Í tilefni þess að nú eru 40 ár liðin frá því að Lyngás hóf starfsemi sína verður opið hús 9. júní næstkomandi, milli kl. 14:00 og 17:00.

Ýmislegt verður til skemmtunar og fróðleiks. Gömul og ný myndbönd verða sýnd, ljósmyndir verða til sýnis og hollar veitingar í boði.

Vonast er til að sjá sem flesta af velunnurum félagsins. Sérstaklega eru þeir boðnir velkomnir sem njóta nú eða hafa notið þjónustu Lyngáss á liðnum árum og fjölskyldur þeirra.