Elín María Björnsdóttir og Kjartan Már Vilhjálmsson.
Elín María Björnsdóttir og Kjartan Már Vilhjálmsson.
Í KVÖLD mun Skjáreinn standa, í samvinnu við unglingadeild SÁÁ, fyrir landsöfnun til styrktar deildinni. Söfnunin fer fram í skemmtiþætti sem fengið hefur nafnið Poppfrelsi og sjónvarpað verður beint frá Iðnó.

Í KVÖLD mun Skjáreinn standa, í samvinnu við unglingadeild SÁÁ, fyrir landsöfnun til styrktar deildinni. Söfnunin fer fram í skemmtiþætti sem fengið hefur nafnið Poppfrelsi og sjónvarpað verður beint frá Iðnó. Fjöldi tónlistarmanna og skemmtikrafta koma fram en einnig verða umræður og viðtöl við aðila tengda fíkniefnavandanum.

Vandinn skoðaður frá öllum hliðum

Þáttastjórnendur eru þau Kjartan Már Vilhjálmsson fréttamaður og Elín María Björnsdóttir, umsjónarmaður brúðkaupsþáttarins Já. Þau hafa undanfarna daga tekið viðtöl við lækna, lögreglumenn, eiturlyfjaneytendur, eiturlyfjasala og fólk sem komið er úr meðferð og reynt verður að skoða fíkniefnavandann út frá öllum hliðum.

"Það var leitað til okkar og auðvitað var meira en lítið sjálfsagt að styrkja svo gott málefni," sagði Kjartan Már aðspurður um þátttöku Skjáseins í söfnuninni.

Meðan á þættinum stendur fer fram símasala á geisladiskinum Poppfrelsi sem inniheldur lög helstu popphljómsveita landsins. Eins og fyrr segir verður þátturinn sýndur í beinni útsendingu frá Iðnó og hefst útsendingin klukkan 21.