KVIÐDÓMUR í Los Angeles í Bandaríkjunum hefur dæmt tóbaksframleiðandann Philip Morris til að greiða hæstu skaðabætur til einstaklings, sem tóbaksfyrirtæki hefur verið gert að greiða, eða ríflega 300 milljarða króna.

KVIÐDÓMUR í Los Angeles í Bandaríkjunum hefur dæmt tóbaksframleiðandann Philip Morris til að greiða hæstu skaðabætur til einstaklings, sem tóbaksfyrirtæki hefur verið gert að greiða, eða ríflega 300 milljarða króna.

Richard Boeken, 56 ára gömlum Bandaríkjamanni voru dæmdar bæturnar. Boeken var greindur með lungnakrabbamein af völdum reykinga árið 1991. Hann hafði þá reykt tvo pakka af sígarettum á dag frá 13 ára aldri.

"Að kviðdómurinn dæmi svo háar skaðabætur er ekki aðeins óraunhæft og órökrétt heldur gerir hann einnig dómskerfi okkar að aðhlátursefni," sagði William Ohlemeyer, varaforseti Philip Morris, eftir að dómshaldinu lauk. Forsvarsmenn fyrirtækisins, sem er stærsti tóbaksframleiðandi í Bandaríkjunum, munu áfrýja dómnum.

Washington Post.