Félagar í Kammerkór Hafnarfjarðar á æfingu.
Félagar í Kammerkór Hafnarfjarðar á æfingu.
KAMMERKÓR Hafnarfjarðar heldur tónleika í Stafkirkjunni í Vestmannaeyjum á morgun, laugardag, kl. 13. Vorið og sumarið eru umfjöllunarefni tónleikanna. Flutt verður íslensk tónlist ásamt tónlist frá Færeyjum, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.

KAMMERKÓR Hafnarfjarðar heldur tónleika í Stafkirkjunni í Vestmannaeyjum á morgun, laugardag, kl. 13. Vorið og sumarið eru umfjöllunarefni tónleikanna. Flutt verður íslensk tónlist ásamt tónlist frá Færeyjum, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Öll tónlistin er um vor- og sumarstemmningu, þar sem fjallað er um landslag, sumarástina, náttúruskrúðið og heimahagatregann. Kammerkór Hafnarfjarðar var stofnaður í byrjun árs 1998 og eru þetta tíundu tónleikar hans. Stjórnandi frá upphafi er Helgi Bragason.

Aðgangur er ókeypis, en gestum er gefinn kostur á frjálsum framlögum, sem renna óskipt til líknarmála á vegum Sjómannadagsráðs í Vestmannaeyjum.