Fjölmenni í skrúðgöngu leikskólabarna.
Fjölmenni í skrúðgöngu leikskólabarna.
LEIKSKÓLABÖRN í Hafnarfirði söfnuðust saman á hátíð leikskólabarna á Víðistaðatúni í gær. Fjórtán leikskólar eru í Hafnarfirði og má því ætla að hátt í eitt þúsund börn hafi verið á svæðinu.

LEIKSKÓLABÖRN í Hafnarfirði söfnuðust saman á hátíð leikskólabarna á Víðistaðatúni í gær. Fjórtán leikskólar eru í Hafnarfirði og má því ætla að hátt í eitt þúsund börn hafi verið á svæðinu.

Skrúðganga fór frá leikskólanum Víðivöllum undir fánum leikskólanna og var gengið fylktu liði að Víðistaðatúni. "Hátíðin tókst mjög vel og við erum alsæl," segir Heiðrún Sverrisdóttir, leikskólaráðgjafi hjá skólaskrifstofu Hafnarfjarðar.

Hún segir að hefð hafi skapast fyrir leikskólahátíðinni annað hvert ár en að rætt hafi verið um að gera eitthvað annað hitt árið, t.d. halda minni hátíðir, jafnvel hverfisbundnar. Ekki hafi verið tekið ákvörðun um það ennþá.

"Við fengum mjög gott veður og sólin skein af og til," sagði Heiðrún. "Það var sungið, leikið, grillað og allir voru glaðir og kátir."