Svartur á leik.
Svartur á leik.
Í ESSEN í Þýskalandi hefur sl. tvö ár verið haldin skákhátíð til minningar um Julius Borowski. Sá ágæti maður lagði án efa töluverðan skerf til skákmenningar Þýskalands, en burtséð frá því eru minningarmót hans skemmtileg.
Í ESSEN í Þýskalandi hefur sl. tvö ár verið haldin skákhátíð til minningar um Julius Borowski. Sá ágæti maður lagði án efa töluverðan skerf til skákmenningar Þýskalands, en burtséð frá því eru minningarmót hans skemmtileg. Staðan kom upp í efsta flokknum á milli stórmeistaranna Christopher Lutz (2.614) og Oleg Romanishin (2.559), svart. 37. ...Be3! 38. Rf3 Biskupinn var friðhelgur sökum 38. fxe3 Hxf1+ og svartur vinnur. 38. ...Hxf3! Hvítur á sér ekki viðreisnar von eftir þetta, til þess er kóngstaða hans of veik. Framhaldið varð: 39. gxf3 Dg5+ 40. Kh1Hxf3 41. fxe3 Hxh3+ 42. Dh2 Hxh2+ 43. Kxh2 dxe3 og hvítur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Rustam Kasimdzhanov (2.693) 6½ vinning af 9 mögulegum. 2.-3. Christopher Lutz (2.614) og Emil Sutovsky (2.604) 6 v. 4.-5. Oleg Romanishin (2.559) og Rustem Dautov (2.631) 6. Artur Jussupov (2.645) 4½ 7. Mikhail Gurevich (2.688) 8. Klaus Bischoff (2.533) 9. Friso Nijboer (2.580) 3 v. 10. Sergey Smagin (2.613) 1½ v.