Myndarleg röð myndaðist við verslun Skífunnar í Kringlunni í gærmorgun.
Myndarleg röð myndaðist við verslun Skífunnar í Kringlunni í gærmorgun.
MIÐAR á aukatónleika þýsku rokkhljómsveitarinnar Rammstein 16. júní seldust upp á 20 mínútum er forsala hófst í gærmorgun klukkan 10. Miðasala fór fram í verslunum Skífunnar, hjá Músík og myndum, Pennanum á Akureyri og Jack og Jones á Selfossi.
MIÐAR á aukatónleika þýsku rokkhljómsveitarinnar Rammstein 16. júní seldust upp á 20 mínútum er forsala hófst í gærmorgun klukkan 10. Miðasala fór fram í verslunum Skífunnar, hjá Músík og myndum, Pennanum á Akureyri og Jack og Jones á Selfossi. Að sögn Kára Sturlusonar, eins aðstandenda tónleikanna, var boðið upp á 2500 miða á val.is á Netinu og var það gert til að auðvelda fólki á landsbyggðinni aðgang að miðum. Alls voru seldir 5.500 miðar eins og á fyrri tónleikana. Eins og kunnugt er mun hljómsveitin Ham koma saman á ný og hita upp fyrir Rammstein á fyrri tónleikunum 15. júní. Hljómsveitin Kanada mun hinsvegar sjá um upphitun á seinni tónleikunum.