Nýstúdent úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla skoðar einkunnir.
Nýstúdent úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla skoðar einkunnir.
BRAUTSKRÁNING nemenda á vorönn 2001 í Fjölbrautaskólanum við Ármúla fór fram við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu síðastliðinn laugardag.

BRAUTSKRÁNING nemenda á vorönn 2001 í Fjölbrautaskólanum við Ármúla fór fram við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu síðastliðinn laugardag.

Alls brautskráðist 91 nemandi, 41 stúdent, þar af 27 af félagsfræðibraut,10 af náttúrufræðifræðibraut og fjórir nemendur af málabraut. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Sigríður Guðmundsdóttir.

Af starfsmenntabrautum útskrifuðust alls 33 nemendur, 12 tanntæknar, átta læknaritarar, sex nuddarar, fimm lyfjatæknar og tveir sjúkraliðar. Þá útskrifuðust 10 starfandi sjúkraliðar eftir einnar annar viðbótarnám í hjúkrun langveikra. Jafnframt voru útskrifaðir sjö nemendur úr starfsdeild 1 hinn 30. maí síðastliðinn.

Sá óvenjulegi atburður gerðist að kennslustjóri tanntæknabrautar útskrifaði móður sína sem tanntækni.