ANNARRAR breiðskífu franska dúettsins Air hefur verið beðið í ofvæni. Þrjú ár eru liðin síðan frumburðurinn Moon Safari sló í gegn , en nú er biðin á enda.
ANNARRAR breiðskífu franska dúettsins Air hefur verið beðið í ofvæni. Þrjú ár eru liðin síðan frumburðurinn Moon Safari sló í gegn, en nú er biðin á enda. Reyndar sá sveitin í millitíðinni um tónlistina í kvikmyndinni The Virgin Suicides, en sú mynd hefur enn ekki verið sýnd hér á landi. Breiðskífan nýja ber hið kröftuga nafn 10.000 Hz Legend og er vonandi að hún nái að standa undir þeim væntingum sem nafnið býr til.