UMSÓKNARFRESTUR um styrk úr hinum nýstofnaða Menningarborgarsjóði rann út 22. maí sl. Rúmlega 200 umsóknir bárust frá öllum landshlutum til fjölbreytilegra verkefna. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn úthluti 25 milljónum króna í ár.

UMSÓKNARFRESTUR um styrk úr hinum nýstofnaða Menningarborgarsjóði rann út 22. maí sl. Rúmlega 200 umsóknir bárust frá öllum landshlutum til fjölbreytilegra verkefna. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn úthluti 25 milljónum króna í ár.

Tilkynnt verður á blaðamannafundi næstkomandi þriðjudag, 12. júní, hvaða verkefni hljóta styrki árið 2001.

Að sögn Þórunnar Sigurðardóttur, formanns úthlutunarnefndar, fór fjöldi umsókna langt fram úr björtustu vonum og segir hún greinilegt að þörf sé fyrir sjóðinn á þessum vettvangi.