Sjómannadagsblað Austurlands er komið út. Að vanda er blaðið stútfullt af austfirsku efni ásamt miklum fjölda ljósmynda. Meðal efnis í blaðinu eru greinar eftir tvo ráðherra: Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra.

Sjómannadagsblað Austurlands er komið út. Að vanda er blaðið stútfullt af austfirsku efni ásamt miklum fjölda ljósmynda.

Meðal efnis í blaðinu eru greinar eftir tvo ráðherra: Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Jón segir frá því þegar hann fór sem háseti á togarann Hólmanes frá Eskifirði og varð fyrir því slysi að tapa framan af tveimur fingrum.

Af öðru efni má nefna viðtal við Pál Dagbjartsson, skipstjóra á Höfn, sem segir frá því er stundaðar voru snapveiðar á síld og umfjöllun um þegar Björn lóðs á Hornafirði týndist í þrjá daga 1942. Þá eru margar frásagnir frá því er ísbirnir hafa gengið á land vítt og breytt um Austurland, þegar Björg frá Djúpavogi lenti í hrakningum og var talin af, grein um fiskeldisævintýrið á Austurlandi, grein um Fransmenn á Fáskrúðsfirði og margt, margt fleira.

Hægt er að nálgast blaðið á höfuðborgarsvæðinu m.a. í Bókaverslun Lárusar Blöndal á Skólavörðustíg, í bókabúðinni Grímu á Garðatorgi og Grafarvogi, Kænunni í Hafnarfirði og Kaffivagninum úti á Granda.

Ritstjóri Sjómannadagsblaðs Austurlands er Kristján J. Kristjánsson á Höfn.