Í tilefni af 40 ára afmæli Grasagarðsins í sumar verður opnuð veggspjaldasýning í gróðurskálanum laugardaginn 9. júní kl. 10. Sigurður Albert Jónsson fyrrverandi forstöðumaður og Eva G.

Í tilefni af 40 ára afmæli Grasagarðsins í sumar verður opnuð veggspjaldasýning í gróðurskálanum laugardaginn 9. júní kl. 10. Sigurður Albert Jónsson fyrrverandi forstöðumaður og Eva G. Þorvaldsdóttir forstöðumaður munu segja frá tilurð Grasagarðsins og sögu hans.

Grasagarðurinn er á landi Laugardals og Laugatungu og sagt verður frá ábúendum þeirra.

Elsta safn Grasagarðsins er Flóra Íslands en Jón Sigurðsson skólastjóri og Katrín Viðar píanókennari gáfu Reykjavíkurborg safn um 175 íslenskra jurta sem síðar varð fyrsti vísir að Grasagarði Reykjavíkur.