STARFSÁRINU í grunnskólum landsins er lokið og tíundu bekkingar hafa kvatt skólann sinn að loknum prófum. Í tilefni af þeim tímamótum verðlauna Félag íslenskra bókaútgefenda og Prentsmiðjan Oddi alla sem útskrifast með bókagjöf. Bókin sem 10.

STARFSÁRINU í grunnskólum landsins er lokið og tíundu bekkingar hafa kvatt skólann sinn að loknum prófum. Í tilefni af þeim tímamótum verðlauna Félag íslenskra bókaútgefenda og Prentsmiðjan Oddi alla sem útskrifast með bókagjöf.

Bókin sem 10. bekkingar fá er Kappar og kvenskörungar eftir Gísla Jónsson íslenskufræðing með teikningum Kristins G. Jóhannssonar.

Bókin hefur að geyma æviþætti 49 fornmanna í stuttum og hnitmiðuðum texta. Hún kom upphaflega út hjá Bókaútgáfunni Hólum á Akureyri og er nú endurútgefin með hennar leyfi og höfundar.

Þetta er í fimmta sinn sem bókaútgefendur og Oddi senda 10. bekkingum bækur sem afhentar eru við skólauppsögn. Vöruflutningamiðstöðin-Flytjandi tók að sér að koma bókunum til nemenda á landsbyggðinni.