Krakkarnir í 6. bekk gróðursettu 3.000. tréð í verkefninu "Brekkutré". Hér eru þau með leiðbeinendum sínum þeim Þórhöllu Guðbjartsdóttur og Páli Ingþóri Kristinssyni.
Krakkarnir í 6. bekk gróðursettu 3.000. tréð í verkefninu "Brekkutré". Hér eru þau með leiðbeinendum sínum þeim Þórhöllu Guðbjartsdóttur og Páli Ingþóri Kristinssyni.
NEMENDUR við grunnskólann á Blönduósi fá eins og svo margir nemendur víða um land afhent tré úr Yrkjusjóði Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands.

NEMENDUR við grunnskólann á Blönduósi fá eins og svo margir nemendur víða um land afhent tré úr Yrkjusjóði Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Verkefni þetta kalla nemendurnir á Blönduósi "Brekkutré" og felst í því að planta um það bil 6 trjáplönum fyrir nemanda ár hvert.

Verkefni þetta hófst á Blönduósi haustið 1997 og voru það nemendur í þriðja bekk sem plöntuðu fyrsta trénu. Því fór vel á því að þessir sömu nemendur sem nú eru í 6. bekk skyldu planta 3.000. trénu í verkefninu í svokallaðri Vetrarklauf norðaustan við bæinn. Allir nemendur skólans koma að þessu verkefni ár hvert og einstöku sinnum fá leikskólabörnin að vera með.

Páll Ingþór Kristinsson hefur haft umsjón með þessu verkefni frá upphafi og hefur hann jafnvel haft með sér þúfur inn í skólabekkina til að sýna krökkunum handtökin við gróðursetninguna. Til að vekja áhuga barnanna fyrir skógrækt, því sumum þykir langur tími líða þar til hrísla verður að tré, hefur Páll greint krökkunum frá því hvar hæstu tré er að finna bæði í heimahéraði og á landinu.