Þriggja daga sveitin Ham.
Þriggja daga sveitin Ham.
MIÐAR á tónleika hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Ham, sem fram fara á Gauki á Stöng næsta miðvikudag, seldust upp á fjórum klukkustundum í gærdag. Af þeim sökum hefur sveitin ákveðið að bæta við öðrum tónleikum daginn eftir.

MIÐAR á tónleika hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Ham, sem fram fara á Gauki á Stöng næsta miðvikudag, seldust upp á fjórum klukkustundum í gærdag. Af þeim sökum hefur sveitin ákveðið að bæta við öðrum tónleikum daginn eftir.

Sigurjón Kjartansson, höfuð Ham, segir þetta einu dagsetninguna sem kemur til greina, þar sem sveitin verður aðeins formlega starfandi í þrjá daga. Ham spilar á fyrri tónleikum Rammstein eftir viku og verður það því í allra síðasta skiptið sem þessi margrómaða rokksveit kemur fram, þar sem hljómsveitin Kanada sér um upphitun á seinni tónleikunum. Miðasala á seinni tónleika Ham hefst í Japis á Laugarvegi á mánudag.