SJÓMANNADAGSBLAÐ Snæfellsbæjar 2001 kemur út á sjómannadaginn 10. júní nk. Þetta blað er hið sjötta í röðinni sem sjómannadagsráðin í Ólafsvík og á Hellissandi gefa út. Blaðið byrjar á hugvekju eftir sr. Lilju Kristínu Þorsteinsdóttur á Hellissandi.

SJÓMANNADAGSBLAÐ Snæfellsbæjar 2001 kemur út á sjómannadaginn 10. júní nk. Þetta blað er hið sjötta í röðinni sem sjómannadagsráðin í Ólafsvík og á Hellissandi gefa út.

Blaðið byrjar á hugvekju eftir sr. Lilju Kristínu Þorsteinsdóttur á Hellissandi. Þá er viðtal við Steinunni Þorsteinsdóttur, ekkju Hauks heitins Sigtryggssonar útgerðarmanns í Ólafsvík og Matthías Pétursson fv. kaupfélagstjóra á Hellissandi á árunum milli 1950 og 1960 skrifar grein í blaðið. Viðtöl, sem tekin eru af Óskari H. Óskarssyni, eru við Torfa Sigurðsson trillukarl í Ólafsvík og Sigurð V. Sigurðsson skipstjóra á Magnúsi SH frá Rifi. Þá segir Stefán J. Sigurðsson frá byggingu ,,Mafíunnar" í Ólafsvík.

Grein er um þann merkisfisk lúðuna eftir Gest Hólm Kristinsson trillukarl í Stykkishólmi og margar myndir eru úr Hólminum. Þá eru myndir og greinar frá Grundarfirði, ma. frá Runólfi Guðmundssyni skipstjóra. Þá eru fjölmargar greinar um menn og málefni og ennfremur prýða blaðið gamlar myndir.

Blaðið er 76 síður að stærð og prentað og unnið í Steinprent ehf í Ólafsvík. Blaðið verður til sölu á Grandakaffi í Reykjavík og einnig verður það borið í hús á Snæfellsnesi fyrir sjómannadaginn. Ritstjóri Sjómannadagsblaðs Snæfellsbæjar er Pétur S. Jóhannsson.