Í kvöld kl. 20:00 verður dansað í kringum jólatré í safnaðarheimili Landakirkju. Þetta jólaball er maraþon Æskulýðsfélags Landakirkju og eru unglingar nú að safna áheitum fyrir ballinu, en það mun standa yfir í 12 tíma.

Í kvöld kl. 20:00 verður dansað í kringum jólatré í safnaðarheimili Landakirkju. Þetta jólaball er maraþon Æskulýðsfélags Landakirkju og eru unglingar nú að safna áheitum fyrir ballinu, en það mun standa yfir í 12 tíma. Jólasveinninn mun kíkja við um nóttina og gefa nammi.

Ástæðan fyrir þessu uppátæki er sú að síðar í þessum mánuði mun þessi hópur unglinga fara til Noregs og Danmerkur á norrænt mót KFUM & K, ferðin er dýr og er þetta hluti af söfnun. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir að dansa í kringum jólatréð, og auðvitað mætum við öll í okkar fínasta pússi, rétt eins og þegar við förum á jólaball að vetri. Eins og áður segir eru unglingarnir að safna áheitum, en viljir þú gefa áheit ertu velkomin í safnaðarheimilið í kvöld - eða nótt og gefa áheit, og kannski syngja með okkur ,,göngum við í kring um Með kveðju og von um góðan stuðning.

Ólafur Jóhann Borgþórsson,

Æskulýðsfulltrúi Landakirkju.

Safnaðarstarf

Laugarneskirkja. Mömmumorgnakonur hittast kl. 10 í Grasagarðinum í Laugardal.

Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund.

Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11-12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir velkomnir.

Frelsið, kristileg miðstöð . Föstudagskvöld kl. 21. Styrkur unga fólksins. Dans, drama, rapp, prédikun og mikið fjör.

Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti : Biblíufræðsla kl 10:00 Guðsþjónusta kl 11:00 Ræðumaður: Harald Wollan.

Sa fnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10, guðsþjónusta kl 11. Ræðumaður: Gavin Anthony.

Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10, guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Frá Maranatha.

Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10,guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Frá Maranatha. Maranatha er hópur fólks sem ferðast um heiminn og vinnur endurgjaldslaust í þágu þeirra safnaða sem þau heimsækja.

Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta kl. 11, biblíufræðsla kl. 12. Ræðumaður: Styrmir Ólafsson.

Landakirkja,

kl. 20-08 Maraþondansleikur utanfara í æskulýðsstarfi Landakirkju og KFUM&K. Unglingarnir safna áheitum fyrir utanferð. Landakirkja verður opin virka daga í sumar á milli kl. 11 og 12.

KEFAS: Breyttur samkomutími, samkoma kl 19.30 í kvöld. Ræðumaður: Helga R. Ármannsdóttir. Mikill söngur og Guðsblessun. Allir hjartanlega velkomnir.