ANATOLI Fedioukine hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Fram í handknattleik og verður því með báða meistaraflokka félagsins á næsta tímabili.
ANATOLI Fedioukine hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Fram í handknattleik og verður því með báða meistaraflokka félagsins á næsta tímabili. Hafdís Guðjónsdóttir verður aðstoðarþjálfari liðsins en hún hafði lýst því yfir að hún væri hætt að leika með liðinu.

OLGA Prokhorova , rússneski línumaðurinn, er á förum frá Fram og Irena Sveinsson er hætt. Hinsvegar mun hin öfluga Marina Zoueva leika áfram með Safamýrarliðinu.

FH-INGAR þurfa að bíða enn um sinn eftir því að geta notað Skagamanninn Sigurð Jónsson á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Sigurður hefur þegar misst af þremur fyrstu leikjum FH í kjölfarið á aðgerð á hné í vor, hann verður ekki með gegn Keflavík á sunnudagskvöldið og sennilega byrjar hann ekki að spila fyrr en í næsta mánuði.

DEJAN Djokic , nýi sóknarmaðurinn í röðum Eyjamanna, er byrjaður að skora. Þó ekki fyrir ÍBV en hann lék í gærkvöld með venslafélaginu KFS gegn Árborg í 3. deild á Helgafellsvelli og skoraði sigurmarkið, 2:1, rétt fyrir leikslok.

HREINN Hringsson skoraði í gærkvöld sjöunda mark sitt í fyrstu fjórum leikjum KA í 1. deildinni, í 3:1 sigri á Siglufirði. Hreinn fékk líka að líta rauða spjaldið og verður því ekki með Akureyrarliðinu þegar það tekur á móti Víkingi á sunnudagskvöldið.

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik karla, sem nú býr sig af kappi undir síðari leikinn við Hvít-Rússa í undankeppni EM á sunnudaginn, mætti allt á Laugardalsvöll í fyrrakvöld til þess að hvetja knattspyrnulandsliðið til sigurs gegn Búlgaríu .

TRYGGVI Guðmundsson kom ekki við sögu í leiknum við Búlgaríu og þar með hefur enginn leikið alla sjö landsleiki Íslands í ár. Tryggvi hefur eftir sem áður spilað flesta, sex, og er markahæstur í ár með 5 mörk.

ZAUR Tagizade , knattspyrnumaður frá Azerbaijan , skoraði síðara markið í óvæntum sigri Azera , 2:0, á Slóvakíu í undankeppni HM í fyrradag. Tagizade lék einn leik með Skagamönnum á Íslandsmótinu 1998 sem lánsmaður frá Teiti Þórðarsyni hjá Flora í Eistlandi .

ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið, FIFA , ætlar að rannsaka framkomu grískra áhorfenda í leik Grikklands og Englands sem fram fór í Aþenu á miðvikudag. Smáaurum, flöskum og kveikjurum var kastað í enska fyrirliðann, David Beckham , er hann tók hornspyrnur í leiknum. Grikkir gætu lent í nokkrum vandræðum vegna málsins og þurfa væntanlega að greiða háar fjárhæðir í sekt.

ÍTALSKA lögreglan gerði í gær mikla rassíu hjá hjólreiðaliðum sem taka þátt í Giro d'Italia-keppninni . Um 400 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni sem tók um átta klukkustundir. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum fannst mikið magn af sprautum og efnum. Grunur leikur á að mörg keppnisliðin noti ólögleg lyf á borð við EPO til að auka afkastagetu hjólreiðamanna.

NEDELKO Jovanovic , einn fremsti handknattleiksmaður heims, hefur verið leystur undan samningi við þýska félagsliðið Hameln en hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. Jovanovic var dæmdur í hálfs ár keppnisbann undir loks þýsku deildarkeppninnar í vor fyrir að slá tvo leikmenn Bayer Dormagen í höfuðið í leik liðanna. Jovanoivc hefur um tíma viljað losna frá Hameln og til félags á Spáni .

opnast möguleiki fyrir Jov anovic til að fara þangað, það eina sem gæti komið í veg fyrir það er að Alþjóðahandknattleikssambandið staðfesti sex mánaða keppnisbannið. Þá verður Jovanovic óheimilt að leika handknattleik hvar sem er í heiminum meðan á banninu stendur.