Beðið eftir að húfurnar verði settar upp.
Beðið eftir að húfurnar verði settar upp.
BORGARHOLTSSKÓLA var slitið í fimmta sinn föstdaginn 1. júní sl. Að þessu sinni voru útskrifaðir 104 nemendur af hinum ýmsu brautum skólans og var stærsti hópurinn nemendur í bílgreinum, eða um 40 talsins.

BORGARHOLTSSKÓLA var slitið í fimmta sinn föstdaginn 1. júní sl. Að þessu sinni voru útskrifaðir 104 nemendur af hinum ýmsu brautum skólans og var stærsti hópurinn nemendur í bílgreinum, eða um 40 talsins. Stúdentar voru nú útskrifaðir í annað sinn og voru þeir 20.

Guðni S. Guðjónsson, stúdent af náttúrufræðibraut, varð dux scholae en meðaltal einkunna hans var 9,67. Sérstakur heiðursgestur var Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og flutti hann stutt ávarp. Þá flutti Melkorka Óskarsdóttir, stúdent á málabraut, ávarp útskriftarnema og þakkaði starfsliði og samnemendum fyrir góða skólavist. Eygló Eyjólfsdóttir, fráfarandi skólameistari sem verið hefur í leyfi þetta skólaár, kvaddi nemendur og starfsfólk með ávarpi.

Starfandi skólameistari, Ólafur Sigurðsson, gerði að umtalsefni hina miklu þróun og fjölbreytni sem einkennir skólann og hversu vel skólinn væri skipaður starfsfólki við uppbyggingarstarf nýs skóla. Að loknum skólaslitum og myndatöku var gestum boðið kaffi.