Davíð Hilmarsson, dúx  Fjölbrautaskólans í Garðabæ.
Davíð Hilmarsson, dúx Fjölbrautaskólans í Garðabæ.
ALLS voru brautskráðir 41 nemandi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ laugardaginn 2. júní 2001 en athöfnin fór fram í Vídalínskirkju. Einn nemandi útskrifaðist af tveimur brautum og einn af tveggja ára braut og því 40 stúdentar í heildina.

ALLS voru brautskráðir 41 nemandi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ laugardaginn 2. júní 2001 en athöfnin fór fram í Vídalínskirkju.

Einn nemandi útskrifaðist af tveimur brautum og einn af tveggja ára braut og því 40 stúdentar í heildina. Fjórtán nemendur útskrifuðust af félagsfræðibrautum, einn af eðlisfræðibraut, sjö af hagfræðibrautum, tveir af íþróttabrautum, fimm af málabrautum, þrír af myndlista- og handíðabrautum, átta af náttúrufræðibrautum, einn af uppeldisbraut og einn nemandi af verslunarbraut.

Útskrifaðist með 163 einingar

Dúx Fjölbrautaskólans í Garðabæ að þessu sinni er Davíð Hilmarsson, stúdent af félagsfræðibraut, sálfræðilínu. Davíð fékk ágætiseinkunn í 44 námsáföngum og hlaut einnig viðurkenningu fyrir ágætan árangur í sálfræði og ensku.

Hulda Björk Þóroddsdóttir, stúdent af málabraut, nýmálalínu, lauk flestum námseiningum, 163 einingum, en lágmarksfjöldi er 140 einingar. Hulda Björk hlaut einnig viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í frönsku.

Aðrir nemendur sem hlutu viðurkenningu voru Karítas Sæmundsdóttir fyrir frábæran árangur í textíl- og fatahönnun, Hildur Ketilsdóttir fyrir bókfærslu og markaðsfræði, Árni Gunnarsson fyrir þýsku, Nanna Traustadóttir fyrir dönsku, Erna Sigríður Sigurðardóttir fyrir efnafræði og Eva Lind Jónsdóttir fyrir ágæta skólasókn allan námstímann.

Við athöfnina söng Eva Lind Jónsdóttir, nýstúdent af hagfræðibraut, markaðslínu, ásamt föður sínum, Jóni Þórarinssyni. Agnes Löve lék með á píanó.

Að brautskráningu lokinni var gestum boðið til móttöku í hinu nýja og glæsilega húsnæði skólans við Skólabraut.