Nunna í karmelítaklaustrinu í Delgany-sýslu á Írlandi greiðir atkvæði í gær en þá fór fram í landinu almenn atkvæðagreiðsla um tillögur um aðild fyrrverandi kommúnistaríkja í Mið- og Austur-Evrópu að Evrópusambandinu.
Nunna í karmelítaklaustrinu í Delgany-sýslu á Írlandi greiðir atkvæði í gær en þá fór fram í landinu almenn atkvæðagreiðsla um tillögur um aðild fyrrverandi kommúnistaríkja í Mið- og Austur-Evrópu að Evrópusambandinu. Búist var við dræmri kjörsókn, eða innan við 50 prósent. Írland er eina Evrópusambandsríkið þar sem almenn atkvæðagreiðsla fer fram um svonefndan Nice-sáttmála sem nefndur er í höfuðið á borginni Nice í Frakklandi þar sem samið var í fyrra um framtíðarstækkun Evrópusambandsins. Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, hvatti kjósendur til þess í gær að samþykkja sáttmálann.