GUNNAR Ásberg Helgason frá Lambhaga á Rangárvöllum, sem er blindur, hreyfihamlaður og með skerta heyrn, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands um síðustu helgi.

GUNNAR Ásberg Helgason frá Lambhaga á Rangárvöllum, sem er blindur, hreyfihamlaður og með skerta heyrn, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands um síðustu helgi.

Fötlun Gunnars stafar af illkynja krabbameinsæxli á heilastofninum við litla heila sem fjarlægt var árið 1990, þegar hann var 14 ára.

Á tímanum sem liðinn er síðan hefur hann lokið 2-3 ára grunnskólanámi auk hins hefðbundna menntaskólanáms.