Í dag er föstudagur 8. júní, 159. dagur ársins 2001. Medardusdagur. Orð dagsins: Virðið hann fyrir yður, sem þolað hefur slíkan fjandskap gegn sér af syndurum, til þess að þér þreytist ekki og látið hugfallast.

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Kyndill, Árni Friðriksson, Snorri Sturluson, Askur, Ásbjörn, Freri, Þerney, Málmey, Vigri og Örfirisey koma í dag. Mánafoss fer í dag.

Hafnarfjarðarhöfn: Tjaldur kemur í dag. Olrik, Ostrovets og Olshana fara í dag.

Mannamót

Aflagrandi 40. Kl. 14 bingó.

Árskógar 4. Kl. 13-16.30 opin smíðastofan, kl. 13.30 bingó.

Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9-16 almenn handavinna og fótaaðgerð, kl.9.30 kaffi/dagblöð, kl. 11.15 matur, kl. 13 spilað í sal, kl. 15 kaffi.

Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9 böðun og hárgreiðslustofan opin.

Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30.

Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl.10 verslunin opin, kl.11.30 matur, kl. 13 "opið hús", spilað á spil. kl. 15 kaffi.

Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Í dag er bridge kl. 13:30 og pútt á vellinum við Hrafnistu kl. 14 til 16. Á morgun laugardagsgangan kl. 10 frá Hraunseli. Þriggja daga ferð til Hornafjarðar hefur verið breitt, farið verður þriðjudaginn 3 júlí til 5. júlí, farseðlar seldir í dag og mánudag og þriðjudag 11. og 12. júní. Orlofið á Hótel Reykholti í Borgarfirði 26.-31.ágúst nk. Skráning hafin, allar upplýsingar í Hraunseli, sími 555-0142

Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10 til 13. Matur í hádeginu. Ath: Farin verður dagsferð 10. júni austur í Mýrdal, farið verður m.a. niður að Görðum í Reynishverfi, upp í Heiðardal, að Skógum og Vík. Leiðsögn: Ólöf Þórarinsdóttir. Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst og sækið farmiða. Dagsferð 13. júní. Nesjavellir-Grafningur-Eyrarbakki. Húsið- Sjóminjasafnið á Eyrarbakka skoðað. Leiðsögn: Tómas Einarsson og Pálína Jónsdóttir. Eigum ennþá nokkur sæti laus. 19.-22. júní. Trékyllisvík 4 dagar gist að Valgeirsstöðum í Norðurfirði svefnpokapláss. Ekið norður Strandir. Farið í gönguferðir og ekið um sveitina. Ekið heimleiðis um Tröllatunguheiði eða Þorskafjarðarheiði. Síðustu skráningardagar. Eigum nokkur sæti laus. Leiðsögn Tómas Einarsson. Silfurlínan er opin á mánu- og miðvikudögum frá kl. 10 til 12 fh. í síma 588-2111. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10 til 16 í síma 588-2111.

Félagsstarfið Hæðargarði 31. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9-12 myndlist, kl. 13 opin vinnustofa, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids.

Gerðuberg, félagsstarf, kl. 9-16.30 vinnustofur opnar m.a. bútasaumur og fjölbreytt föndur, umsjón Jóna Guðjónsdóttir frá hádegi spilasalur opinn. Á mánudögum kl. 15.30 er dans hjá Sigvalda, ekkert skráningargjald, allir velkomnir. Miðvikudaginn 21. júní Jónsmessufagnaður í Skíðaskálanum í Hveradölum. Miðvikudaginn 27. júní ferðalag í Húnaþing vestra, nánar kynnt. Sumardagskráin komin. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 5757720.

Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30-16.

Hraunbær 105. Kl. 9-12 baðþjónusta, kl. 9-17 hárgreiðsla, kl. 9-12.30 bútasaumur, kl. 10-12 pútt, kl. 11 leikfimi.

Hvassaleiti 56-58 . Kl. 9 baðþjónusta og hárgreiðsla, kl. 9-12.30 bútasaumur, kl. 11 leikfimi.

Norðurbrún 1 . Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9-12.30 útskurður, kl. 10 ganga.

Vesturgata 7 . Kl. 9 dagblöð, kaffi, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 almenn handavinna, kl. 10-11 kántrý, kl. 11-12 stepp, kl. 11.45 matur, kl. 13.30 sungið, Katrín Jónsdóttir við flygilinn, kl. 14.30 dansað undir stjórn Sigvalda, vöfflur með rjóma í kaffitímanum. Allir velkomnir.

Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 11.45 matur, kl. 13.30 bingó, kl. 14.30 kaffi.

Bridsdeild FEBK, Gjábakka. Spilað kl. 13.15. Allir eldri borgarar velkomnir.

Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10.

Gott fólk, gott rölt . Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum.

Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ heldur spilavist í kvöld kl. 20.30 í félagsheimilinu Leirvogstungu. Kaffi og meðlæti.

Ungt fólk með ungana sína . Hitt húsið býður ungum foreldrum (ca. 16-25 ára) að mæta með börnin sín á laugardögum kl.15-17 á Geysir, Kakóbar, Aðalstræti 2 (Gengið inn Vesturgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin.

Ellimálaráð Reykjavíkurrprófastdæma , Breiðholtskirkju við Þangbakka. Skálholtsskóli, ellimálanefnd þjóðkirkjunnar og ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma efna til sumardvalar fyrir eldri borgara í Skálholti. Boðið er til fimm daga dvalar í senn og raðast þeir þannig: 25 til 29. júní, 2 til 6 júlí og 9 til 13. júlí. Allar nánari ulýsingar eru veittar á skrifstofu ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma f.h. virka daga í síma 557-1666.

Haukar, öldungaráð. Sumarferðin er 13. júní. Skráning í símum 555-0176 eða 555-0852.

Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 5303600.

Brúðubíllinn

Brúðubílinn, verður í dag kl. 10 við Hamravík og á mánudaginn kl. 10 við Brekkuhús og kl. 14 við Arnarbakka.

Minningarkort

Minningarkort Samtaka sykursjúkra fást á skrifstofu samtakanna Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9-13, s. 562-5605, bréfsími 562-5715.

Krabbameinsfélagið. Minningarkort félagsins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstofunni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upplýsingar í tölvupósti (minning@krabb.is).

Minningarkort Sjálfsbjargar , félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551-7868 á skrifstofutíma og í öllum helstu apótekum. Gíró-og kreditkortagreiðslur.

Minningarkort Foreldra- og vinafélags Kópavogshælis

fást á skrifstofu endurhæfingadeildar Landspítalans Kópavogi (fyrrverandi Kópavogshæli), síma 560-2700 og skrifstofu Styrktarfélags vangefinna, s. 551-5941 gegn heimsendingu gíróseðils.

(Hebr. 12, 3.)