Mörg hestamannafélög halda gæðingakeppni um helgina en auk þess geta áhugasamir hestamenn fylgst með úrtöku fyrir fjórðungsmót, firmakeppni, ræktunarbússýningu og reiðsýningu. Samkvæmt mótaskrá LH eru eftirfarandi mót um helgina: 8.-9.

Mörg hestamannafélög halda gæðingakeppni um helgina en auk þess geta áhugasamir hestamenn fylgst með úrtöku fyrir fjórðungsmót, firmakeppni, ræktunarbússýningu og reiðsýningu.

Samkvæmt mótaskrá LH eru eftirfarandi mót um helgina:

8.-9. júní verður hestaþing Mána á Mánagrund, 8.- 10. júní verða Frissa-Fríska leikar Léttis á Akureyri, 9. júní verður úrtökumót Faxa fyrir fjórðungsmótið á Hvanneyri, firmakeppni Glaðs og hesteigendafélagsins í Búðardal, gæðingakeppni Háfeta í Þorlákshöfn, félagsmót Hrings á Hringsholti, firmakeppni Sóta á Mýrarkotsvelli, gæðingakeppni Skugga í Vindási og 9. - 10. júní verður félagsmót Geysis á Gaddstaðaflötum og gæðingakeppni og kappreiðar Sörla á Sörlavöllum

Reiðkennarar verða brautskráðir frá Hólum laugardaginn 9. júní og af því tilefni verður efnt til reiðsýningar sem hefst kl. 15.00.

Þá hefur frést að hestamenn í Húnaþingi vestra ætli að efna til ræktunarbússýningar á vellinum á Hvammstanga á laugardagskvöldið og hefst hún kl. 20.30. Þar koma hross frá átta ræktendum fram.

Kynbótasýningar standa yfir á Gaddstaðaflötum við Hellu og á Melgerðismelum í Eyjafirði. Yfirlitssýningar verða á Gaddstaðaflötum og í Húnaveri í dag, 8. júní, en á Melgerðismelum laugardaginn 9. júní.