UM helgina hefst sumardagskrá Þjóðgarðsins á Þingvöllum með guðsþjónustu í Þingvallakirkju og þinghelgargöngu á sunnudaginn. Að vanda verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í sumar þar sem fræðsla um sögu og náttúru þjóðgarðsins verður í öndvegi.

UM helgina hefst sumardagskrá Þjóðgarðsins á Þingvöllum með guðsþjónustu í Þingvallakirkju og þinghelgargöngu á sunnudaginn. Að vanda verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í sumar þar sem fræðsla um sögu og náttúru þjóðgarðsins verður í öndvegi.

Alla laugardaga í sumar verður farið í lengri gönguferðir en á sunnudögum verður farið um þinghelgina og saga þings og þjóðar reifuð eftir guðsþjónustu. Á morgnana alla virka daga verður gengið um þinghelgina. Á fimmtudagskvöldum í júní og júlí verður fjallað um sértæk efni sem tengjast sögu og náttúru Þingvalla undir leiðsögn staðkunnugra leiðsögumanna.

Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins er ókeypis og öllum opin.

Nánari upplýsingar um dagskránna veita landverðir í þjónustumiðstöð Þjóðgarðsins.