BANDARÍKIN og Kína hafa nú komist að samkomulagi um það hvernig megi flytja bandarísku njósnavélina, sem hefur verið haldið á kínversku eynni Hainan síðan 1. apríl, aftur heim til Bandaríkjanna.
BANDARÍKIN og Kína hafa nú komist að samkomulagi um það hvernig megi flytja bandarísku njósnavélina, sem hefur verið haldið á kínversku eynni Hainan síðan 1. apríl, aftur heim til Bandaríkjanna. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sagði að samkomulag um flutninginn hefði náðst sl. miðvikudag á fundi með bandarískum tæknimönnum. Flugvélin mun verða tekin í sundur fyrir flutninginn og flutt til Bandaríkjanna með risastórri Antonov-vöruflutningavél.