FLUGSAMGÖNGUR í Evrópu hafa raskast nokkuð vegna verkfalla starfsmanna þýska flugfélagsins Lufthansa og SAS í Danmörku.

FLUGSAMGÖNGUR í Evrópu hafa raskast nokkuð vegna verkfalla starfsmanna þýska flugfélagsins Lufthansa og SAS í Danmörku.

Aflýsa þurfti ferðum SAS á um 80 styttri leiðum í dag og hafa tvö sólarhringslöng verkföll flugmanna Lufthansa í maí valdið miklum truflunum á starfsemi félagsins.

Verkfallið hjá SAS tekur til um 250 flugfreyja og annarra starfsmanna. Það tekur ekki til starfsmanna SAS í Noregi eða Svíþjóð en Anni Pickel, formaður stéttarfélags flugliða sagði í Berlingske Tidende að stjórn félagsins væri að athuga hvort færa ætti starfsmenn SAS í þessum löndum inn í deiluna.

Aðallega er deilt um launamál, en nýir skattar hafa komið illa við starfsmennina. Talsmaður SAS segir hins vegar ósanngjarnt að krefjast þess að þeir gjaldi fyrir aðgerðir stjórnvalda sem það hefur engin áhrif á.

Róttækar kröfur

Yfirmenn Lufthansa reyna nú að ná samkomulagi við flugmenn félagsins en þeir krefjast 24 prósenta hækkunar til samræmis við laun flugmanna annarra félaga. Vinnudeilur hafa bitnað mjög á starfsemi Lufthansa og féll hagnaður af rekstri félagsins fyrstu þrjá mánuði ársins um 94 prósent miðað við sama tíma árið áður.

Flugmennirnir segjast taka baráttuaðferðir bandarískra starfsbræðra sinna sér til fyrirmyndar en þær eru mun róttækari en gerist og gengur á þýskum vinnumarkaði.

Frankfurt, Kaupmannahöfn. AP.