FORNLEIFAFRÆÐINGAR sýndu í gær þrjár stórar styttur og fleiri fornminjar sem náðst hafa af botni Miðjarðarhafsins við strönd Egyptalands. Fornminjarnar, m.a.
FORNLEIFAFRÆÐINGAR sýndu í gær þrjár stórar styttur og fleiri fornminjar sem náðst hafa af botni Miðjarðarhafsins við strönd Egyptalands. Fornminjarnar, m.a. stórir minnisvarðar úr steini, gullmynt og skartgripir, fundust í rústum fornu borgarinnar Herakleion sem fór undir sjó í miklum landskjálfta fyrir um 1.200 árum. Fjölmiðlamenn virða hér fyrir sér styttu af óþekktum faraó á pramma við herstöð nálægt Alexandríu. Fornleifafræðingarnir segja að um 20.000 forngripir séu enn í borgarrústunum á hafsbotninum.