VÍSINDAMENN í Kalíforníu hafa fundið stjörnu, umkringda stóru smástirnabelti, sem þeir telja að svipi mjög til sólkerfis okkar jarðarbúa þegar það var að myndast fyrir milljörðum ára.

VÍSINDAMENN í Kalíforníu hafa fundið stjörnu, umkringda stóru smástirnabelti, sem þeir telja að svipi mjög til sólkerfis okkar jarðarbúa þegar það var að myndast fyrir milljörðum ára.

Stjarnan sem um ræðir, Zeta Leporis, er í um 70 ljósára fjarlægð frá jörðu og er um 100 milljón ára gömul.

Þrátt fyrir að vísindamennirnir hafi ekki séð smástirnin sjálf, gefur stærð og efnismagn rykskýs í kringum stjörnuna tilefni til að ætla að innan þess séu stærri hlutir á sífelldri hreyfingu. Slík ský eru óstöðug og falla hratt í átt að stjörnunni ef ekki er til staðar ferli sem endurnýjar það. Þyngdarafl smástirna og pláneta og árekstrar gætu haldið við slíku skýi og eru í raun líklegasta skýringin fyrir tilvist þess. Ungur aldur stjörnunnar eykur einnig líkurnar á því að smástirni eða plánetur megi finna innan rykskýsins.

Pasadena. AP.