ÁHUGAMENN um umhverfisvernd og umhverfið almennt geta lagt leið sína til Blenstrup á Norður-Jótlandi. Hinn 1. september verður haldin umhverfishátíð í bænum. Hátíðin stendur allan daginn og verður ýmislegt í boði.

ÁHUGAMENN um umhverfisvernd og umhverfið almennt geta lagt leið sína til Blenstrup á Norður-Jótlandi. Hinn 1. september verður haldin umhverfishátíð í bænum. Hátíðin stendur allan daginn og verður ýmislegt í boði. Verkefnisstjóri hátíðarinnar er Íslendingurinn Páll Ísaksson listamaður.

Jes Lunde, formaður umhverfisvinnusjóðsins, setur hátíðina kl. 10 og eftir það tekur við dagskrá fram eftir degi. Meðal þess sem er á dagskrá eru almenn skemmtiatriði, leiksýning barna og tréskurðarverk Páls Ísakssonar.

Yfirvöld í bænum Blenstrup hafa undanfarið unnið að því að gera bæinn umhverfisvænni. Byggður hefur verið náttúruleikvöllur þar sem börn og fullorðnir geta verið saman í náttúrulegu umhverfi. Leikvöllurinn er allur gerður úr umhverfisvænum efnum svo sem tré, hálmi, steinum, plöntum og fleiru.