Nína Björk Elíasson kemur fram í Kaffileikhúsinu næstkomandi þriðjudagskvöld ásamt Kristínu Bjarnadóttur.
Nína Björk Elíasson kemur fram í Kaffileikhúsinu næstkomandi þriðjudagskvöld ásamt Kristínu Bjarnadóttur.
ÞÆR Kristín Bjarnadóttir og Nína Björk Elíasson standa fyrir ljóðadagskrá í tali og tónum í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum næstkomandi þriðjudagskvöld. Viðburðinn nefna þær Heim og saman.

ÞÆR Kristín Bjarnadóttir og Nína Björk Elíasson standa fyrir ljóðadagskrá í tali og tónum í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum næstkomandi þriðjudagskvöld. Viðburðinn nefna þær Heim og saman.

Nína Björk er búsett í Kaupmannahöfn og er söngvari danska spunatónlistarhópsins Lærkekvintetten og tónsmiður hljómsveitarinnar Klakki, sem nýverið gaf frá sér plötuna Í kjól úr vatni.

Nína Björk hefur komið fram á tónleikum um allan heim. Hún nam tónlist við háskólann í Kaupmannahöfn. Hún hefur einnig starfað við söngkennslu við Rytmisk Musikkonservatorium og Det Fynske Musikkonservatorium.

Kristín er hins vegar búsett í Svíþjóð. Hún hefur gefið út ljóðabókina Því að þitt er landslagið.

Kristín lærði leiklist í Danmnörku og hefur tekið þátt í leiksýningum þar í landi sem og á Íslandi og Svíþjóð.

Kristín mun á þriðjudagskvöldið lesa úr ljóðum sínum við frumsaminn undirleik Nínu Bjarkar.

Nína Björk mun einnig syngja lög sín við ljóð nöfnu sinnar Árnadóttur sem og fleiri íslenskra skálda.

Heim og saman hefst klukkan 21 í Kaffileikhúsinu.