[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
MIKIÐ hefur verið spáð og spekúlerað um væntanlega breiðskífu frá popparanum Robbie Williams. Á plötunni óútkomnu ætlar hann að syngja uppáhaldslögin sín með vinum sínum og félögum úr tónlistarheiminum.

MIKIÐ hefur verið spáð og spekúlerað um væntanlega breiðskífu frá popparanum Robbie Williams.

Á plötunni óútkomnu ætlar hann að syngja uppáhaldslögin sín með vinum sínum og félögum úr tónlistarheiminum.

Nýjasti meðlimur í vinahópi Robbies er poppprinsessan Britney Spears. Hún mun taka lagið með Robbie á plötunni, sem mun bera heitið Swing When You're Winning.

Robbie hefur einnig fengið leikkonuna Nicole Kidman til að raula með sér á plötunni og er að sögn í viðræðum við leikarann Ewan McGregor um samsöng.

Lagalistinn á plötunni umræddu hefur enn ekki verið birtur en víst er að lögin "Love and Marriage," sem Frank Sinatra gerði frægt, lag Tony Bennett´s "I Left My Heart In San Francisco" og "What a Wonderful World," sem Louis Armstrong gerði ódauðlegt, muni prýða plötuna.