SÍÐUSTU sýningar á Light Nights í Iðnó eru í kvöld og mánudagskvöld kl. 20.30. Efnisskráin er byggð á íslensku efni í 14 atriðum. Þar koma m.a. fram draugar, forynjur og margskonar kynjaverur. Síðari hluti sýningarinnar fjallar að stórum hluta um...

SÍÐUSTU sýningar á Light Nights í Iðnó eru í kvöld og mánudagskvöld kl. 20.30.

Efnisskráin er byggð á íslensku efni í 14 atriðum. Þar koma m.a. fram draugar, forynjur og margskonar kynjaverur. Síðari hluti sýningarinnar fjallar að stórum hluta um víkinga. Einnig eru skyggnur sýndar sem eru samtengdar leikhljóðum, tónlist og tali. Kristín G. Magnús leikkona fer með öll hlutverkin í sýningunni að undanskildum ónafngreindum draugum er birtast í Djáknanum á Myrká.

Sýningin er flutt á ensku.