Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http: //www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.

Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http: //www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html

Vísindavefurinn

Vísindavefurinn býður gestum að spyrja um hvaðeina sem ætla má að vísinda- og fræðimenn Háskólans og stofnana hans geti svarað eða fundið svör við. Leita má svara við spurningum um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Kennarar, sérfræðingar og nemendur í framhaldsnámi sjá um að leysa gáturnar í máli og myndum. Slóðin er: http://www.visindavefur.hi.is

Þjóð eða óþjóð?

Þriðjudaginn 28. ágúst kl. 12:05 - 13:00 mun Matthías Johannessen rithöfundur ríða á vaðið í hádegisfyrirlestrum Sagnfræðingafélags Íslands og flytja erindi er hann nefnir: Þjóð eða óþjóð? Hádegisfyrirlestrarnir fara fram í Norræna húsinu.

Varmaeiginleikar segulmagnaðra nifteindastjarna

Þriðjudaginn 28. ágúst kl. 16:15 mun Óskar Halldórsson Holm fjalla um meistaraprófsverkefni sitt við eðlisfræðiskor raunvísindadeildar HÍ. Fyrirlesturinn nefnist Varmaeiginleikar segulmagnaðra nifteindastjarna verður haldinn í stofu 158 í VR-II, húsi verkfræði- og raunvísindadeildar Háskóla Íslands við Hjarðarhaga. Hann er öllum opinn.

Gestafyrirlesari hjá Íslenska málfræðifélaginu

Miðvikudaginn 29. ágúst kl. 16:15 flytur Edmund Gussmann fyrirlestur í boði Íslenska málfræðifélagsins í stofu 422 í Árnagarði. Nefnist hann A Double Agent in the Phonology of Modern Icelandic. Gussmann er prófessor í almennum og keltneskum málvísindum við háskólann í Gdansk. Hann hefur fengist við hljóðkerfisfræði, orðhlutafræði og málbreytingar og fjallað um ýmis tungumál, þ. á m. ensku, íslensku, pólsku og írsku. Nýjasta bók hans, Phonology: Analysis and Theory, verður gefin út af Cambridge University Press í haust.

Umhverfi lagna í húsum

Miðvikudaginn 29. ágúst nk. kl. 16:15 heldur Sonja Richter fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í véla- og iðnaðarverkfræði. Verkefnið heitir Umhverfi lagna í húsum - útreikningar á varmatapi. Það fjallar um vatns- og hitalagnir í húsum og varmatap frá þeim. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 158 í VR2 við Hjarðarhaga 2-6 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Atferlismeðferð fyrir einhverfa

Fimmtudaginn 30. ágúst kl. 18:00 mun dr. Ivar Lovaas, sálfræðingur sem í 40 ár hefur þróað atferlismeðferð fyrir fólk með einhverfu halda erindi í Odda, stofu 101. Erindið er haldið á vegum sálfræðiskorar Háskóla Íslands og eru allir velkomnir.

Námskeið Endurmenntunarstofnunar HÍ.

AMPS-matstæki fyrir iðjuþjálfa

Umsjón: Berglind Bára Bjarnadóttir og Kristín Einarsdóttir iðjuþjálfar. Kennarar: Iðjuþjálfarnir Anne Fisher, prófessor við Háskólann í Colorado og Eva Veahrnes yfiriðjuþjálfi Dianelund, Danmörku - Center for hjerneskadede, auk aðstoðarkennara. Kennt verður á ensku. Tími: 27.-31. ágúst kl. 8:30-17:30.

Microsoft.NET (fullt)

Kennari: David S. Platt en hann er stundakennari við Harvard-háskóla og rekur eigið ráðgjafa- og kennslufyrirtæki (Rolling Thunder Computing). Tími: 27.-30. ágúst kl. 8-17.

Sýningar

Árnastofnun

Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu.

Handritasýning er opin kl. 14-16 þriðjudaga til föstudaga, 1. sept. til 15. maí og kl. 11-16 mánudaga til laugardaga, 1. júní til 25. ágúst.

Þjóðarbókhlaða

Sýningar í Þjóðarbókhlöðu:

15. júní-22. september Stefnumót við íslenska sagnahefð. Sýning í anddyri Þjóðarbókhlöðu.

25. júní-15. september Brúður Sigríðar Kjaran. Þjóðminjasafn Íslands efnir til sýningar á brúðum Sigríðar Kjaran í forsal þjóðdeildar í Þjóðarbókhlöðu.

1. ágúst-1. september Fellingar. Sýning í Kvennasögusafni og anddyri Þjóðarbókhlöðu á verkum Magneu Ásmundsdóttur.

Orðabankar og gagnasöfn

Öllum er heimill aðgangur að eftirtöldum orðabönkum og gagnasöfnum á vegum Háskóla Íslands og stofnana hans.

Íslensk málstöð. Orðabanki. Hefur að geyma fjölmörg orðasöfn í sérgreinum: http://www.ismal.hi.is/ob/

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn. Gegnir og Greinir. http://www.bok.hi.is/gegnir.html

Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá: http://www.lexis.hi.is/

Rannsóknagagnasafn Íslands. Hægt að líta á rannsóknarverkefni og niðurstöður rannsókna- og þróunarstarfs: http://www.ris.is