C3 leysir Saxo af hólmi.
C3 leysir Saxo af hólmi.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
CITROËN bindur miklar vonir við C3 smábílinn sem verður frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði. Bíllinn verður í fyrstu framleiddur til hliðar við Saxo en seinna meir verður framleiðslu á Saxo hætt.
CITROËN bindur miklar vonir við C3 smábílinn sem verður frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði. Bíllinn verður í fyrstu framleiddur til hliðar við Saxo en seinna meir verður framleiðslu á Saxo hætt. C3 á að veita nýjum Ford Fiesta og nýjum VW Polo samkeppni. Bíllinn er að miklu leyti byggður á Lumiere hugmyndabílnum sem var frumkynntur fyrir þremur árum og er djarfasta útspil Citroën í mörg ár. Eins og margir aðrir framleiðendur hefur Citroën ákveðið að C3 verði hábyggður bíll með þaki sem myndar hálfhring. Á dýrari útfærslum verður sóllúga sem myndar þaklínu bílsins staðalbúnaður. C3 er 3,85 metrar á lengd og 1,67 metrar á breidd og því nokkru stærri en Saxo. Hann er byggður á sama undirvagn og Peugeot 206. Vélarkosturinn verður 1,1 l, ,4 l og 1,6 l bensínvélar og tvær nýjar 1,4 l dísilvélar, 70 og 92 hestafla. 92bhp.